Sönn saga

 Ég heyrði alveg ótrúlega krassandi og skemmtilega sögu um daginn. Af alíslenskum klæðaskiptingahóp. Karlmenn á misjöfnum, miðjum aldri, úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins, giftir sem ógiftir. Hittast reglulega og fara saman í svokallaðar “veiðiferðir”. þeir renna glaðir í bragði útfyrir borgina drekkhlaðnir tilheyrandi farangri og drykkjarföngum. Ýmist leigja þeir sér bústað eða bóka sig á Mótel Venus eina helgi og klæða sig uppá í kjóla, nælonsokka og háa hæla. Hárkollur, augnahár, meiköpp og brasillían tan. Svona skreppa þær svo í bæinn og hella sér út í næturlífið og þræða barina. Svo kvenlegir og lokkandi eru þeir að karlpeningurinn sogast að þeim eins og mýflugur að hrossataði og heilu kvöldin drekka “þær” frítt. Svo er haldið aftur heim í bústað, tekinn bjútíslíp og haldið áfram næsta dag. Og aldrei detta þeir úr karakter. Svo heita þeir að sjálfsögðu nöfnum eins og Sandra, Tinna, Tobba og Dísa og ýmsum kvenlegum og kjút nöfnum.   Að sjálfsögðu er þetta mjög lokaður og einangraður hópur og engum utanaðkomandi hleypt inn svo ekki spyrjist út hverjir tilheyra þessum hópi. Þetta berst í tal í ákveðnum hóp sem ég umgengst öðru hvoru, vegna þess að ein úr hópnum á vinkonu sem var gift einum úr klæðaskiptinga-hópnum. Og þá kom í ljós að annar úr hópnum þekkir líka til í þessum hóp og hefur hitt dömurnar án þess að vita hvaða karlmenn eru á bak við þær.   Upp úr þessum umræðum spruttu margar spurningar og vangaveltur. Hvernig er hægt að halda þessu leyndu? Eru íslenskir karlmenn svona drukknir á öldurhúsunum að þeir átta sig ekki á að þeir séu að reyna við karlmenn? Þetta eru ekki hommar, þeir eru flestir giftir og eiga börn. Taka konurnar ekki eftir þegar eiginmaðurinn kemur heim úr veiðiferð, mjúkur sem barnsrass, rakaður á fótum og bringu. Hoppa þeir um berrassaðir með svuntu og fjaðrakúst í bústaðnum.....? Á meðan þessar spurningar brunnu á okkar hlæjandi vörum fór ég að pæla í veiðiferðum mannsins míns... Þær eru nokkrar á ári.... með nokkrum góðum vinum..... Mikill farangur tekinn með... oftast yfir helgi..... hmmm.... og í ofanálag... taka þeir alltaf með sér make up remover....

 Lúther, Tobbi, Örn og Hemmi...? Sandra, Tobba, Tinna ,Dísa....?

Maður spyr sig  ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband