Færsluflokkur: Spaugilegt
Yndislegur einkasonurinn fékk í fyrsta skipti að borða í dag, Þó enn vanti 2 vikur í að hann verði 6 mánaða. Eins og sönnum karlmanni sæmir, er hann mjög áhugasamur um brjóst og dafnar vel eftir því. Annars hefur borið á því undanfarna daga að áhuginn hefur aukist svo til muna að hann helst vill liggja á, á 1 1/2 tíma fresti sem er alls ekki að gera sig og langt frá hans daglegu hegðun og rútínu.Var þetta farið að setja hressilega mark sitt á konuna með brjóstin sem hefur alvarlega þjáðst af hinni svokölluðu mjólkurþoku. Svo gleymin var hún að hún mátti þakka fyrir að rata heim til sín ef hún fór of lagt að heiman, átti í erfiðleikum að muna hvaða dagur var og hvar hún lagði frá sér hlutina. Bókstaflega stúpit!! Svo langt gekk það að einn daginn, þegar hún var að labba heim úr stuttri vinnuferð, og gekk framhjá svona hraðamæli sem segir ökumönnum hve hratt hann ekur og blikkar ljósi ef ekið er of hratt, og sýndi þessi hraðamælir 35km , flaug þá í gegnum kollinn, á ljóshraða, vá hvað ég labba hratt!!. Hingað og ekki lengra! Nú þarf að gera eitthvað í málunum!. Med det samma arkaði hún út í búð og keypti graut handa drengnum því hann hlyti bara að vera svangur. Eftir kvöldbaðið og sopa úr báðum brjóstum fékk hann loksins eitthvað almennilegt að borða. Maís graut með dass að stoðmjólk og honum skolað niður með vatni úr stútkönnu. Þetta þótti honum ansi gott og borðaði með bestu lyst. Eftir þessa dýrindis máltíð þótti tilvalið að leggjast á meltuna í sófanum eða öllu heldur setjast og horfa á bandið hans Bubba míns, innpakkaður í sæng og huggulegheit. Ekki hafði hann setið lengi þegar augnlokin voru farin að síga og fyrr en varði sat hann saman brotinn með andlitið ofan á hnén á bólakaf í sænginni. Þreyttur, saddur og sæll var hann svo lagður í rúmið sitt, og ekki rumskað síðan. Þegar öllu er á botninn hvolft er það bara mamman sem er með brjóstin á heilanum. Sonurinn vill bara fá að borða!! Góða nótt.
Spaugilegt | 23.2.2008 | 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar