Jú. Það hlaut að koma að því. Fyrsta ferð á sjúkrahúsið, til að láta sauma. Þá teljum við ekki tölu-sjúkrahús-heimsóknina með. Hún er drengnum þó í fersku minni og enn erum við að ræða þá ferð. Þá sérstaklega þegar mikill hamagangur er á hóli og margar hætturnar yfirvofandi. Sjúkrahúsferð er oft notuð til að róa æsinginn, og er þá nóg að spyrja villt þú að fara á sjúkrahúsið? . Oftast sleppum við með skrekkinn. Ég hef til dæmis tvisvar gripið drenginn þegar hann er við það að falla út um gluggann. Óhræddur hoppar hann ofan af borðum og stólum og telur öruggt að mamma eða pabbi grípi. Einu sinni náði ég honum þegar hann var kominn upp á handrið á svölum nágrannans að teygja sig í flugvél sem bundin var í þvottasnúrur á svalahandriðinu. Stofan er eins og fínasti íþróttavöllur með risa sófa, sem stækkar um helming þegar pullurnar eru fjarlægðar og þeim hent út á gólf. Þá er hægt að byrja á að hoppa úr gluggakistunni, niður á sófaborð og þaðan í sófann. Í sófanum eru tekin nokkur dansspor og jafn vel kollhnís. Svo er hoppað með tilþrifum úr sófanum og niður á mjúkt pullulagt gólfið. Þar eru svo að lokum teknar nokkrar vel valdar gólfæfingar. Ef eitthvað fer úrskeiðis og hann hittir illa á borðið eða hrasar í gluggakistunni, án teljandi meiðsla, heyrir maður tautað ÚFF, HEPPINN. Svo er haldið áfram. En í þetta skiptið var hann ekkert svo heppinn. Og ekki heldur í neinum mega háttar leikfimiæfingum. Heldur var bara verið að hnoðast á pabbafótum í sófanum. Með þeim afleiðingum að hann hendist á sófa borðbrúnina með smellum og hvellum. Og sársaukagrát. Á innsoginu segir hann Mamma kyssa. Ég tek hann í fangið og mér til skelfingar sé ég blóðið renna niður vangann. Við mér blasir nettur en djúpur skurður rétt ofan við gagnaugað. Ekki var um annað að ræða en að bruna niður á sjúkrahúsið ógurlega, sem oftar en ekki er notað sem ógnun við ólátum hingað til. Ég gat þó glatt hann með því að þurfa ekki að sofa á sjúkrahúsinu. Ef það er þó einhver huggun fyrir 2 ½ árs gamlan dreng. Á móti okkur tóku mjög svo huggulegar hjúkkur, en ekki danskur súlu súlu svertingi, plíseraður í framan með tattooveraðar rákir á kinnunum eins og í tölu heimsókninni. Drengurinn var samt skelfingu lostinn og litla hjartað barðist um eins og skrúðganga á kjötkveðju hátíð í Brasilíu. Þarna tóku við slagsmál, grátur og gnístran tanna. En á endanum gekk þetta þó og er drengurinn nú einu saumspori og einni sjúkrahús heimsókn ríkari. Og!! Hann fékk líka þrenn verðlaun!! Hann róaðist fljótt eftir að elskulegar hjúkkurnar höfðu lokið baráttunni. Og þáði hann kaldan vatnssopa að lokum. Enda ekki vanþörf á eftir svona líkamlega áreynslu. Sem og andlega. Hann drakk rólegur og skjálfandi vatnið og þá vorum við tilbúin að halda heim eftir stutta en viðburðaríka heimsókn. Við þökkuðum og kvöddum á okkar skólabókar dönsku og ég hvatti hann til að gera slíkt hið sama, svo hann gæti haldið heim sáttur og saumaður. Sem hann gerir... Skjálfandi röddu, út grátinn og alblóðugur í framan segir hann hikandi á sínu ástkæra ylhýra.... Bleeesss og takk fyrir vatnið!.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.