Fréttabréf fjölskydunnar í Qaqortoq, San Fransisco norðursins.

Það hafa “mörg vötn” runnið til sjávar síðan ég tengdist síðast alnetinu dásamlega. Nema kannski vatnið sem blasir við mér þegar ég lít út um nýja eldhúsgluggann minn. Það er svo gadd forsið eftir langa og harða frost-tíð síðustu vikur að því hefur verið breytt í gönguskíða og útivistarsvæði fyrir bæjarbúa.

 

 

Jebb, nú erum við sest að í San Fransisco norðursins, Qaqortoq. Lífið hefur tekið miklum breytingum síðustu netlausu vikur. Og við öll komin á fullt í okkar hlutverkum og venjum. (fyrir utan að hanga á netinu í tíma og ótíma). Hugi er byrjaður á nýjum leikskóla og er að rifna úr gleði og hamingju á nýja staðnum. Það er svo gaman að hann vill helst ekki koma heim í lok dags. Enda leikskóli fullur af leikföngum, skemmtilegum börnum og yndislegum konum sem hugsa vel um börnin. Þetta er mikill munur frá gamla leikskólanum í Nanaortalik þar sem boðið var upp á eitt herbergi og örfá leikföng sem ekki var hægt að deila á börnin, þar sem þau voru fleiri en leikföngin, svo það var lítið annað hægt að gera en að slást og leika spiderman eða hnoðast á gólfmottunum.  Hér eru mörg herbergi full af spennandi hlutum. Við erum að tala um boltaherbergi, föndurherbergi, leikfangaherbergi, “hugge stofa” og borðstofa. Spennandi útileikvöllur  og fullt af snjó! Þetta er blandaður leikskóli og er töluð bæði danska og grænlenska. Svo drengurinn er farinn að blanda dönsku saman við íslensku og grænlensku. Ég verð að viðurkenna að ég á stundum erfitt með að skilja barnið svo ég þarf afog til að fá aðstoð frá vinum til að vita hvað drengurinn er að tala um. En þetta kemur..

 

 

 

Íris er hér enn og hefur lítið sýnt á sér fararsnið, mér til mikillar gleði og ánægju því ég vil auðvitað hafa hana sem lengst. Hún hefur eignast fullt af góðum vinum og er ánægð með nýju heimkynni sín.  Lærir grænlensku á fullu og er orðin rúmlega mellu fær á dönsku svo hún getur óhrædd farið að leita sér að vinnu.  Hún er búin að skrá sig í menntaskólann í Qaqortoq fyrir næsta vetur og stefnir á að prufa einn vetur í Grænlenskum menntaskóla. En örvæntið ekki, þið sem saknið hennar. Hún kemur í einhvern tíma í vor og verður á Íslandi eitthvað fram eftir sumri reiknum við með. Svo ef allt gengur að óskum verðum við öll saman hérna næsta vetur.

 

 

 

 Lúther er á fullu í sinni vinnu og líkar vel á nýja staðnum. Og eins og við var að búast er eins og hann hafi alltaf búið hérna og þekkir alla. …og eins og vanalega, aaaalltaf í símanum ;)  Sjálf er ég búin að ráða mig í vinnu í túrista búðinni hér í bæ með vinnu á mánudögum og leysi svo verslunarstjórann,hina íslensku Eddu, af þegar hún þarf frá að hverfa. Það stefnir í svolitla fjarveru hjá henni svo ég fæ nóg að gera á næstunni. Svo er stefnan jafnvel tekin á að taka að mér búðina í sumar svo það eru spennandi timar framundan. Ennþá er nóg að gera í selskinns braskinu og er ég núna að saxa á biðlistann sem safnaðist upp fyrir jól og nú í janúar í flutningunum svo það er allt að gerast í þeim málum. Og er byrjuð í fínu vinnunni minni svo ekki leiðist mér...

 

Af húsnæðismálum er það að frétta að við fengum litla og sæta íbúð á fallegum stað við vatnið. Það er stutt í leikskólann en nokkuð bratt og ekki svo langt að fara í bæinn og vinnuna, nokkurn veginn á jafnsléttu. Gallinn er samt sá að á sumrin er  hér allt krökkt af mý flugum og moskito svo það er ekki alveg að henta hinni ofnæmisglöðu Írisi. Það er ekki það eina. Ég veit ég sagði lítil, en ég meinti OF lítil. Svo lítil að við komum ekki nema broti af húsgögnum okkar fyrir. Hvað þá öllu smádóti og bókum. Svo núna bíðum við eftir stærra og hentugra húsnæði. Það varð úr að við útbjuggum rúm fyrir Írisi úr bókakössum og krossviðs borðplötu  úr öðru saumaborðinu mínu. Við settum dýnurnar úr rúminu okkar ofan á stofu sófann því rúmið okkar komst ekki upp á efri hæðina og ekki pláss fyrir sófann i stofunni. Er því geymslan og hvert einasta skúmaskot fullnýtt með samanbrotnum húsgögnum, rúmum, pappakössum, tjaldbúnaði og útivistardóti. Við erum að tala um forstofu, þvottahús, eldhús, borðstofu, stofu og saumastofu á ca 45 fermetrum. 3 herbergi og bað á efri hæðinni sem er ca 35 fm. Þetta er svolítið annað en fína 100 fm húsið sem við vorum í, í Nanortalik.  Eitt glas út úr eldhússkápnum og þá er allt í drasli!  Ég þakka enn og aftur fyrir mína 10 í útvíkkun og þá kunnáttu að koma miklu drasli fyrir í litlu plássi. Á eiginlega skilið fálkaorðu fyrir! Skyldi herra Ólafur Ragnar vita af þessu!?

 Aðrar fréttir eru þær að við erum að fá einn harðasta og kaldasta vetur síðustu 10 ár hérna á Grænlandi. Það hefur varla fest snjó fyrr en nú og hefur frostið verið frá -5°og farið niður í -20°. Síðasti vetur var nánast snjólaus og mjög hlýr svo við erum að upplifa algera andstæðu. En sólin lætur samt alltaf sjá sig reglulega og þá er ekki laust við smá páskafiðring. En þrátt fyrir það líður okkur mjög vel og erum mjög glöð og ánægð með nýju heimkynni okkar hér í Qaqortoq. J               

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband