Já fínt, sendu mér póst, annars gleymi ég þessu... Alltaf sama viðhvæðið hjá þessum snillingum sem sitja meira og minna við tölvuna alla daga. Ég þessi tölvu-wonder woman (not) sný mér undan og klóra mér í höfðinu og spyr mig... Á ég að senda flöskuskeyti eða bréfdúfu...?? Frábært að standa frammi fyrir því á gamalsaldri en þó kornung, að kunna ekkert á tölvu. Vera háð manninum sínum eða unglingsdóttur ef eitthvað þarf að gera. Þegar ég segi að kunna ekkert, þá meina ég ekkert, fyrir utan kanski að kunna að fara inn á mbl.is eða google. Ég er nýbúin að læra að senda tölvupóst FOR KRÆING ÁT LÁT. Fyrir vikið er ég ógurlega montin þegar upp kemur sú staða, að ég þarf að senda póst,þá segi ég yfirleitt hátt og snjallt svo allir heyri "ég sendi þér tölvupóst". Ég lenti í því um daginn þegar ég var að senda póst, að ég rak mig í einhvern takka á lyklaborðinu sem gerði það að verkum að letrið stækkaði um helming og gott betur en það og ég ein heima og kunni auðvitað ekki að laga það. Og þar sem ég var svo gott sem hálfnuð með bréfið, í tímaþröng og varð að senda það sem allra allra fyrst var ekkert annað að gera en að senda fjandans bréfið skrifað á mjög kurteisan hátt, með risaletri ásmt útskýringu til viðtakanda af hverju letrið væri svona stórt, ég væri ekki að öskra eða að berja á takkana á borðinu. Frekar hvimleitt þar sem ég var að biðja bláókunnugan mann um aðsoð vegna vinnu minnar og það sem verra var, ég þurfti að hitta hann daginn eftir!
Flokkur: Bloggar | 20.2.2008 | 00:01 (breytt kl. 00:39) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og núna kanntu að blogga .. svona næstum því óstudd ;D
Ég er stolt af þér haha
-ÍrisÖsp
Stolta unglingsdóttirin (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 00:09
Til að staðfesta vankunnáttu mína þá vantaði endirinn á frásögn mína ...vegna tæknilegra örðuleika að sjálfsögðu...
En það má segja að ég sé í raun wonder woman vegna þess að flestir ef ekki allir af minni kynslóð kunna á tölvu. Meira að segja mamma!!
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 20.2.2008 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.