Snert af bráðkveddu...

Ótrúlegt hvað þessi flensa er búin að vaða svo gjörsamlega yfir mann og annan þessa síðustu og verstu að heilsuhraustustu og frískustu menn hafa steinlegið í valnum sem aldrei fyrr. Ekki það að ég svo sem stend enn ,svo krisp og lekker og ósnortin af blessaðri flensunni. En það sama er ekki að segja af elskhuga mínum, sambýlismanni og barnsföður (einn og sami maðurinn þó) hann gjörsamlega steinlá svo ekki var um villst. Svo svaðalega að það tók hann viku að hrista þetta af sér. Ég skundaði þó til vinnu á minn fjölmenna og fjölbreytta vinnustað og skildi sjúklinginn eftir heima án allrar þjónustu og aðhlynningar þar sem ég mátti til með að koma mínum verkefnum í gang og ljúka sem allra fyrst. Á spjalli mínu við samstarfsfólk mitt þá vikuna kom í ljós að nánast annar hver maður í tvöhundruð og eitthvað manna fyrirtæki var veikur svo starfsemin var í hálfgerðu lamasessi. Í hvert skipti sem ég nefndi það á nafn við samstarfs(eigin)konur að minn heittelskaði lægi fárveikur heima ranghvolfdu þær augunum og sögðu ooh hvað þessir karlmenn verða alltaf svo svakalega dramatískt veikir eins og þeir liggi hreinlega fyrir dauðanum .. Ég játa því, annarshugar, og hringi í málarann og múrarann og bið um að láta mála einn vegg og múra annan. Jú sjálfsagt Heiða mín ég redda þessu hið snarasta segir múrarinn. Kem við fyrsta tækifæri! Svo líður og bíður og aldrei kemur múrarinn. Svo ég hringi, þar sem yfirmaður minn er óþreyjufullur farinn að pikka í axlirnar á mér, og spyr múrarann hvernig málin standa, ertu nokkuð búinn að gleyma mér? Dei dei ég er bara svo svakalega bikið veikur að ég bá bara ekki hreyfa big.Alveg svakalega slæbur. Æ karl-anginn láttu þér bara batna og ég sé þig þegar þú ert orðinn frískur. Já ég voda að ég fari dú að hressast. Með það kvöddumst við og ég hringi í málarann sem ekki hafði heldur látið sjá sig á réttum tíma.Þá rifjast upp fyrir mér að trúlega hafa samstarfskonur mínar rétt fyrir sér, karlmenn verða alltaf alveg svakalega alvarlega veikir þó aðeins sé verið að tala um smá hor í nös eða nokkrar kommur.En allt kom fyrir ekki, málarinn lá fárveikur heima nær dauða en lífi, svo illa staddur að hann var hreinlega kominn með snert af bráðkveddu!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband