Hvaðan í ósköpunum kemur þetta..? Rúsína og rófa, við erum að tala um litlu krúttlegu börnin! Eru þetta kannski húsmæðurnar sem hafa fundið upp á þessum skrýtnu lýsingarorðum? Ekki hafa þær nú leitað út fyrir eldhúsveggina frekar en fyrri daginn, heldur inn í eldhússkápana af öllum stöðum! Æ litla rófan og ooo hún er svo mikil rúsína.. Meira að segja ófæddu börnin finnum við í eldhússkápunum, litla grjónið er farið að sparka og sparka. Hvar endar þetta?? Rúsínan er ekki það fallegasta sem finna má í skápunum, lítið, brúnt, krumpað og klístrað fyrirbæri þó það bragðist kannski ágætlega, og rófan gróf klossuð og ljót á litinn. Ekki skánaði það þegar húsmæðurnar brugðu sér á salernið eftir allt rúsínuátið..... Neeeh pabbarnir hljóta að hafa fundið upp á þessu ...... Ég ætla fyrir alla muni að fara að venja mig af því að kalla barnið mitt þessum óvenjulegu orðum og fara að finna upp á einhverju fallegra sem hæfir fallegu og yndislegu barni! Er farin að knúsa litla engilinn minn.....
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert sko alger rúsína ..
Tiger, 2.3.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.