Næturbúnaður

Þeir eru ófáir hlutirnir sem nauðsynlega þurfa að fylgja manni í háttinn á hverju kvöldi, þá meina ég hluti, ekki fólk eins og minn heittelskaða eða einkasoninn. Hluti eins og t.d bók eða vekjaraklukku og þess háttar. Ég var t.d á leið í háttinn og fór að smala saman símanum:, svo ég geti nú öruugglega fylgst með hvað tímanum líður og hvenær einkasyninum dettur í hug að nærast, nú eða ef einhver álpast til að hringja í mig eldsnemma í fyrramálið. Vatnsglas:, bæði fyrir mig og einkasoninn ef þorsta ber á góma. Varasalva:, svo varirnar verði silkimjúkar og glansandi. 2-3 duddur, allur er varinn góður, ekki nenni ég að skríða á fjórum fótum í svarta myrkri, ef duddan dettur í gólfið. “Snýti-belg”:,því litli einkasonurinn er eitthvað að kvefast og er með stíflað nef. Handáburð:, því hendurnar eru eins og eyðimörk eftir verk dagsins. Nú að sjálfsögðu bók og lesljós, því ekki les bókin sig sjálf. Að ógleymdri minnisbókinni:, ef  hugurinn fer á flakk og frábærar hugmyndir skjóta upp kollinum, þá er eins gott að festa þær á blað áður en þær hverfa í mjólkurþokuna miklu. Þegar allt var komið á sinn stað, ég komin í náttfötin og tilbúin að skríða uppí, þá rann það upp fyrir mér... Þetta er orðin spurning um að sofa á náttborðinu og geyma dótið í rúminu......

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ha ha ha.......já ég mæli með að þú rýmir náttborðið og kúrir þar.  ég er ekki einu sinni með náttborð , ég hlýt að vera með gott Feng shui í mínu herbergi í mínu leiguhúsnæði þar sem ekkert er á veggjum,  mér líður allavega vel í þessu tómi , bannað að hengja myndir á veggina því við nennum ekki að sparsla í þá, svo stutt í að við flytjum út. 110 dagar í mesta lagi.

Hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn, krúttíbollur. Svo styttist í ferðina okkar  aðeins 28 dagar .

Arndís Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 09:21

2 identicon

Já heldurðu að það færi nú ekki vel um þig á náttborðinu . Náttborðið hjá mér býður ekki upp á gistingu, bókastaflarnir þar eru farnir að skyggja á lesljósið. Veit ekkert af hverju allar þessar bækur eru þar, ekki er ég að lesa þær allar í einu, bara svona þrjár í einu.

Ég hlakka til að hitta ykkur á sunnudaginn, og hlakka svo enn meira til fermingarferðarinnar miklu. Er farin að sjá okkur fyrir mér snæðandi úti á veröndinni morgunrúnnstykkin með dönsku rúllupylsunni og svo spókandi okkur á Strikinu. Eins gott að veðrið verði þá líka eins og ég sé fyrir mér, og að við verðum þar í sól og sumaryl . Dejligt.

Hilsen

Dæs de skvæs

Dæs (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:37

3 identicon

Já sko mína ... byrjuð að blogga.

Sá slóðina þína hjá henni Addý. Glæsileg!!... verð dugleg að koma hér inn daglega.

Bestu kveðjur mín kæra

Helga Salóme (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

För helveðe! 28 dagar! mikið hlakka ég til. Hvítvín, smörrebröð og strikið....

Dísa hvernig eru náttborðin þarna í köben?

Gaman að "heyra" í þér Helga. Það væri nú gaman að lesa blogg eftir þig mín kæra, þú gefur engum eftir í orðhepninni. Það hefur enginn toppað "klám-íla" síðan þarna um árið....

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 12.3.2008 kl. 12:07

5 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Náttborð eru nauðsynleg til að hindra að maður detti ekki út úr rúminu þegar einkasonurinn er þversum á milli. Því meira drasl/þyngd sem er á þeim, því minni líkur á að það hreyfist úr stað.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 12.3.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband