Já það getur svo sannarlega verið flókið að vera í sambúð með "fólki út í bæ", það þekki ég af eigin raun. Ég bjó nú á sínum tíma með miðbænum eins og hann leggur sig! Skinkan í samlokunni Barinn/Oliver. Vaknaði um miðjar nætur við dúffið á skemmtistöðunum. Og þegar ég heyrði í götusópurunum um kl 6 að morgni vissi ég að vorið var komið. Ég á varla orð yfir hversu fegin ég er að vera flutt úr skarkalanum í hlíðarnar, þó það hafi verið þægilegt og stundum rómantískt , á sinn hátt að búa í 101. Nú nýt ég þess að heyra fuglana syngja við píanó undirleik af efri hæðinni og rölta í bæinn og heimsækja fyrrum sambýlingana, miðbæjar rotturnar, sem silast eftir Laugaveginum eins og grátt rigningaský eða litríkar sápukúlur. Dansa mökunar dans og daðra eins og í dýralífsmynd með sir David Attenborough Nú bíð ég spent eftir að aspirnar í garðinum fari að laufgast svo ég geti fylgst með mökunardansi fuglanna í trjánum.
Þegar öllu er á botninn hvolft bý ég enn í dýralífsmynd með sir David, nema nýjar persónur og leikendur og tónlistin er öðruvísi
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.