Vorboðinn ljúfi með Sir David

Já það getur svo sannarlega verið flókið að vera í sambúð með "fólki út í bæ", það þekki ég af eigin raun. Ég bjó nú á sínum tíma með miðbænum eins og hann leggur sig! Skinkan í samlokunni Barinn/Oliver. Vaknaði um miðjar nætur við dúffið á skemmtistöðunum. Og þegar ég heyrði í götusópurunum um kl 6 að morgni vissi ég að vorið var komið. Ég á varla orð yfir hversu fegin ég er að vera flutt úr skarkalanum í hlíðarnar, þó það hafi verið þægilegt og stundum rómantískt , á sinn hátt að búa í 101. Nú nýt ég þess að heyra fuglana syngja við píanó undirleik af efri hæðinni og rölta í bæinn og heimsækja fyrrum sambýlingana, miðbæjar rotturnar, sem silast eftir Laugaveginum eins og grátt rigningaský eða litríkar sápukúlur. Dansa mökunar dans og daðra eins og í dýralífsmynd með sir David Attenborough  Nú bíð ég spent eftir að aspirnar í garðinum fari að laufgast svo ég geti fylgst með mökunardansi fuglanna í trjánum.

  Þegar öllu er á botninn hvolft bý ég enn í dýralífsmynd með sir David, nema nýjar persónur og leikendur og  tónlistin er öðruvísi…

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband