Hvernig getur svona lítið krúttlegt og fallegt barn skapað svona mikla hættu? Sem fyrr mættum við mæðgin hress og glöð í bragði í vinnuna okkar í dag. Tilbúin til að mála bæinn rauðan og hreinlega skilja eftir okkur sviðna jörð ef því væri að skipta! Verkefni dagsins var að gera Evu gluggann stórglæsilegan og sumarlegan, og var mamman búin að leggja á sig mikla vinnu við undirbúning svo að allt yrði eins og best yrði á kosið. Búin að yfirdekkja stóla, sauma gardínur og láta mála, svo þá var lítið eftir nema að teppaleggja og stilla svo öllu heila klabbinu upp eftir kúnstarinnar reglum og sétteringum. Á meðan mamman bardúsaði við teppalögnina í búðarglugganum (á miðjum Laugaveginum) sat sá stutti á leikteppi með dótið sitt, í seilingarfjarlægð frá mömmunni, rétt innan við glerið og fylgdist með umferð akandi og gangandi vegfarenda milli þess sem hann nagaði dótið sitt og saug. Vakti þetta að sjálfsögðu mikla eftirtekt og fólk fór að safnast saman í hópum fyrir utan gluggann að geifla sig og gretta, sem vakti að sjálfsögðu mikla kátínu hjá litla 6 mánaða vinnumanninum.Eins og lög gera ráð fyrir fá allir vinnumenn sinn matar og kaffitíma og hann að sjálfsögðu engin undantekning. Á meðan litla krúttið lá í huggulegheitum á brjósti mömmunnar kom fólk inn í umvörpum að spyrja hvað hafi orðið af litla barninu? Glugginn hafi aldrei verið eins flottur.. Eftir mjaltar tíma og smá blund í vagninum mætti litli kútur aftur til vinnu sinnar í glugganum, brosandi út að eyrum með tönnurnar sínar tvær og hárbrúskinn út í loftið. Og gerði sér ekki nokkra grein fyrir að allir sem löbbuðu framhjá snarstoppuðu til að líta á þessa litlu lifandi gínu í glugganum. Og ekki nóg með það, heldur setti hann alla bílstjóra sem áttu leið hjá alveg út af laginu og hvað eftir annað mátti engu muna að menn /konur keyrðu aftan á næsta bíl, ljósastaur eða gangandi vegfaranda................
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst þú verðir að rukka fyrir þjónustuna. Glugginn hefur væntanlega aldrei vakið meiri athygli. Svo seturðu aurinn inn á framtíðarbók og lætur drenginn hafa þegar hann verður 18 með þeim skýringum að hann hafi verið settur í vinnu 6 mánaða!
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 14.3.2008 kl. 08:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.