Réttu græjurnar

Unglingar í dag eru svo frábærir. Ég er svo glöð að eiga einn slíkan, unglingsstúlkuna, og henni fylgja svo margir aðrir unglingar.
Svo heppin er ég, að við mæðgur erum frekar góðar vinkonur og þess vegna fæ ég að kynnast öllum hennar vinum nær og fjær, háum sem lágum, strákum og stelpum. Ég hef tekið eftir því að strákarnir gefa stelpunm ekkert eftir í speglanotkun og spekúlasjónum með útlitið. Þegar ég var unglingur (ekki alls fyrir löngu) mátti halda að strákarnir ættu ekki spegil!! En það er af sem áður var. Ég hélt til dæmis að dóttir mín væri ein um að þjást af TANÓREXÍU, sem lýsir sé þannig að hún fer ekki út úr húsi fyrr en hún hefur makað á sig nokkrum umferðum af brúnkukremi eða brúnkuklút og smá dass af sólarpúðri ofan á það, eftir kúnstarinnar reglum svo hún lítur út eins og sacher terta. Og ekki þykir henni verra ef hún fær leyfi til að fara í ljós öðru hvoru. Öðru nær, strákarnir eru lítið skárri, súkkulaði brúnir og sætir eins og kandís! og klæddir eins og lög gera ráð fyrir, Diesel gallabuxur og hettupeysa er málið, og bannað að fara í úlpu utan yfir. Það er kalt að vera töffari!
Svo er líka eins gott að hafa herdúið í lagi og ekki farið út fyrir hússins dyr fyrr en öll hár liggja á hárréttum stað með þar til gerðum efnum og græjum.
Dagurinn í dag var engin undantekning hvað pæju og gæjamúnderingu varðar. Áður en farið var á setningu skíðaviku var að sjálfsögðu góðum tíma varið fyrir framan spegilinn og öllum brögðum beitt til að útlitið væri í lagi, og svo var þrammað út í rokið...
Eftir smá rölt í bænum með viðkomu í Hamaraborg komu þau í kvöldmat, litlu fiðrildin. Sátu þau við eldhúsborðið, svo brún sæt og sælleg með hárið svo veðurbarið og úfið að þau minntu helst á Tinu Turner á áttunda áratgnum. Þá sagði félaginn, -hey veistu hvað ég var heppinn?
-nei svara ég um hæl.
-Ég fann þúsundkall í Hamraborg.
-Þú heppinn segi ég og brosi.
- Og hvað helduru að hann hafi keypt fyrir peninginn? segir unglingsdóttirin.
-Bland í poka ?? Páskaegg?? spyr ég af kappi....
Í þeim töluðu orðum dregur hann WELLAFLEX hárfroðu upp úr vasanum á hettupeysunni og segir: maður verður að eiga réttu græjurnar............



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómægod.... WELLAFLEX!! Er það til ennþá....mein gott, mér detta nú bara í hug gamlar kellur í lagningu með Wellaflex hárlagningarvökva og rúllur undir hárþurrkunni hahaha .

Eftir AÐEINS 2 vikur getum við gert samanburð á íslenskum og dönskum unglingum!! Sjáum hvort það sé nokkur munur á dönskum og íslenskum tanórexum (hljómar eins og nafn á útdauðri risaeðlu).

Venlig hilsen

Dizzy

Dizzy (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 10:50

2 Smámynd: Dóra Maggý

Hæ hæ Heiða mín !!!gaman að kíkja hingað inn og skemmtilegt blogg,nei það er so ekki langt síðan að við vorum unglingar.. bara 20 ár.... en það er ekkert,jú minn unglingur er alveg eins og strákavinirnir líka,og það er svo gaman að fylgjast með þeim og ég á oft mjög bágt með mig því að þau minn svi mikið á sjálfa mig sem ungling hehehehe..... en hafðu það gott og gaman væri ef við gætum orðið bloggvinir ha ????  og gaman að hitta þig í hamraborg,kv. Dóra Maggý skólasystir hahaha....

Dóra Maggý, 31.3.2008 kl. 10:00

3 identicon

Sæl vertu Heiða og til hamingju með prinsinn, þetta er greinilega eðaleintak!  Gaman af því að þú hefur hafið innreið þína á ritvöllinn, löngu kominn tími til að þú látir ljós þitt skína þar.

 Kær kveðja að norðan

Hrafn Kr (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Takk fyrir það Hrafn og til hamingju sjálfur með þína tvo, greinilega frjósemi í lofti þarna á norðrinu..

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 31.3.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband