Hann á ekki langt ađ sćkja skóáhugann einkasonurinn kćri, ţar sem móđirin á ekki undir 70 pör af skóm og pabbinn og systirin gefa ekkert eftir í ţeim efnum. Og á svo skóríku heimili, ţarf auđvitađ ađ gera viđeigandi ráđstafanir til ađ halda utan um skófjölda heimilisfólksins og koma öllu haganlega fyrir í ţar tilgerđum skóhillum. Í ţessu tilfelli bókahillum, ţví hvergi má finna svo stóra og rúmgóđa skóhillu undir alla dýrđina. Eins og í ţjóđfélaginu, finnst stéttaskipting í skó-landi. Vinnu, veiđi og fjallaskór ásamt stígvélunum er komiđ fyrir inn í lokuđum skáp frammi á gangi á međan götu og strigaskór af ýmsu tagi fá ađ vera í snyrtilegri röđ í ríkis IKEA skóhillum í forstofunni svo auđvelt sé ađ velja skófatnađ eftir veđri, fćrđ og tilefni á fljótlegan máta. Svo er ţađ "fína" skóhillan eđa öllu heldur bókahillan, sem fćr ađ geyma skótau af betri sortinni og er stađsett á holinu svo fínu skórnir fái ađ njóta sín og ekkert skópar verđi útundan hvađ notkun varđar, svo fá ađ fljóta međ nokkur gömul tísku slys svona upp á gríniđ. Ţannig ađ allir skór eiga sinn stađ og sína "stétt" í öllu skipulaginu.
Nú ţegar litli kall er kominn á fullt í göngugrindinni er honum ekkert óviđkomandi og er fína bóka skóhillan engin undantekning. Hann ţeysist um á diskó göngugrindinni sinni međ blikkandi ljós og sýrenur. Úr fatahenginu í geisladiskahilluna og úr geisladiskahillunni í prentarann og frá prentaranum í skóhilluna. Ţar bardúsar hann tímunum saman međ sćnsku klossana og háu hćlana. En mest spennandi eru ţó gull glimmer skórnir og velur hann ţá vandlega úr öllu skóhafinu, og smakkar og japplar á ţeim eins og öllu sem hönd á festir. Og fyrr en varir er drengurinn orđinn eins og glimmer diskókúla á miđjum jólaballa tímanum..
og jóla diskó stemningin heldur áfram....
í gegnum meltingarfćrin...
og endar í kúkableiunni!!
Fćrsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grćnlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum viđ ađ vita hvađ litla og stóa eru ađ bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sćtur ljósmyndari
Veđriđ í Nanortalik grćnland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Ţ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú trú á ţví ađ einkasonurinn eigi eftir ađ verđa fljótur ađ lćra ađ ganga, međ alla ţessa skó á heimilinu. Sé hann fyrir mér, ţegar hann fer almennilega af stađ ađ máta herlegheitin.
Arndís Baldursdóttir, 31.3.2008 kl. 22:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.