Baráttan VIÐ tölvuna

   

Eins og fram hefur komið, þá er undirrituð ekki sú flinkasta í tölvubransanum enda algjör nýliði í þeim efnum. Loks þegar baráttuni UM tölvuna var lokið, var loks hægt að sitja í rólegheitum við skjáinn, senda póst , sörfa á netinu, blogga  eða spjalla á MSN án þess að einkadóttirin stæði yfir manni og andaði ofan í háalsmálið milli þess sem hún ræki á eftir manni.

 Nei, nú eigum við heimilistölvan í leynilegu ástarsambandi, og reynum að eyða quality time saman eins oft og við getum.  Og þó ég segi sjálf frá hef ég bætt mig allvel í kunnáttunni og óhrædd sest ég og hræri og brasa án þess að óttast að tölvan springi eða ég eiðilleggi hana á einhvern hátt. Nú blogga ég eins brjálæðingur og hingað til  ekki þótt það tiltökumál. Þangað til ég ætlaði að fara að færa mig upp á skaftið og setja galvösk, myndband með texta á síðuna mína. Eftir miklar vangaveltur og pælingar taldi ég víst að nú væru mér allir vegir færir og allt klappað og klárt. Allt kom fyrir ekki, þarna var ekkert myndband, bara aumur og tilgangslaus texti... Ekki þótti mér þetta gott fyrir sjálfstraustið og ekki á bætandi eftir MSN hópsamræðurnar sem ég átti við vinkonur mínar tvær í dag. Þær báðar alveg æðislega klárar, búnar að vinna við tölvu síðan löngu fyrir aldamót og hafa örugglega fengið hærra en 3 í vélritun á sínum tíma. En ég lét mig hafa það og reyndi eins og ég gat að halda í við þær, en þegar ég var búin að skrifa það sem ég vildi segja, voru þær farnar að tala um eitthvað allt annað og svarið mitt kom eins og skrattinn úr “sauðárkróknum”. Ekki bætti úr skák þegar mamma mætti á MSN-ið líka, þá duttu mér nú allar dauðar! Nú varð ég að skíta í lófana og bretta upp handleggina!! Á endanum var ég farin að skrifa eins og unglingur, það ýmist vantaði aftaná eða inn í miðjuna, gegt skettlett , og ég hreinlega hljómaði eins og smáauglýsing í DV.- Þið kom te í dráb á morg. Ég sæk ykk  og við plan dan ferð. Fráb. Hven bún vinn? Ok sjást...... Kveðj  Heiða

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Gegt mar!

En þetta er ekkert svo flókið.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 4.4.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband