Já, kona sem drekkur aðeins milli 17 og 19 tvisvar til þrisvar í mánuði og eina hreyfingin eru göngutúrar um hlíðarnar, bleyjuskipti og smá tjútt við húsverkin, með uppsett hárið og varalit. Er farin að slefa í stofusófann yfir sjónvarpinu upp úr kl 9 á kvöldin, þarf að jafna sig!
En helgin var í einu orði sagt og á góðri íslensku GEGTSKETTLEG !!( Fyrir utan að fá seint í kladdann hjá henni Þóru á hún örugglega eftir að strika undir með rauðu núna.. :/ )
En það var ástæða fyrir því að ég kom seint til þóru á laugardaginn. Ég breytti kannski ekkert svo út af vananum. Við hittumst náttúrulega kl 19 á föstudaginn, ég og rest af tvítugum gagnfræðingum, á torginu okkar fína. Við mikinn fögnuð og fagnaðarlæti. H-in 3 sameinuð á ný, og allir gömlu góðu vinirnir að hittast eftir laaangan tíma. Ef þá er ekki tilefni til að skála, þá veit ég ekki hvað! Þá var stigið upp í langferðabíl og stefnan tekin á kirkjugarðinn og blóm lögð að leiði Álfhildar skólasystur okkar. Þaðan haldið, skiptu liði í öllum regnbogans litum, syngjandi, á vit ævintýranna í Holt í Önundarfirði. Öllum að óvörum var ræst í sandkastala, sjókastala, snjókastala keppni ,og var öllu til kastað. Í mínu liði að minnsta kosti og keppninni tekið mjög alvarlega og hátíðlega. Og öllum kröftum og brögðum beitt. Að lokinni keppni var skálað i OPAL að hætti Hönnu von opalcnapch. Og rúllað í bæinn. Í Tjöruhúsinu beið okkar svo fiskisúpa frá himnaríki, a´la Maggi Hauks og plokkari í ofanálag. Þessum guðaveigum var svo skolað niður með hvítvíni og hlátrasköllum. Varla hægt að gera betur, en viti menn... Bjarni okkar Brynjólfs nebndarmaður og ræðumeistari með meiru, hélt þar hina frægu, ÓGLEYMANLEGU ræðu, sem lengi verður höfð í mynnum. Var hann nú frægur fyrir!
Í týpísku Ísafjarðarlogni röltum við með spegilsléttum pollinum í hið íðilfagra og huggulega Edinborgarhús og ég verð að segja að mér fannst ég hreinlega vera komin til útlanda, ég var komin til Edinborgar! Í Edinborg var dansað eins og það kæmi aldrei nýr dagur og á köflum var ég orðin hrædd um að það kæmi ekki nýr dagur, ég væri að upplifa sama daginn aftur og aftur. Sama lagið aftur og aftur. Núna ertu hjá mér, Nína...
En allt tekur jú enda, líka þetta frábæra kvöld. Ég vissi ekki fyrr en annað brjóstið á mér fór að hringja og mamma var á línunni og sagði mér að koma heim. Hljómar kannski furðulega að mamman sé að reka 36 ára gamla konuna heim en svona er þetta nú bara. Og hljómar kannski enn furðulegar að brjóstið fór að hringja, en þar er best að geyma símann svo hringingin fari ekki framhjá mér. Litli einkasonurinn var eitthvað farinn að sakna mömmu sinnar, það var kominn tími á jæja. Majonesan orðin gul, Bára komin í bleyti og tími til kominn að fara heim. Með það rauk ég heim og leysti mömmu gömlu af hólmi og lagðist til svefns.
Og hlakkaði til morgundagsins..... Framhald síðar......Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir síðast, kæra vinkona. Þetta var greinilega vel heppnuð helgi hjá ykkur. Hvernig væri að fara halda Hannó reunion með öllu sem því tilheyrir Sjáumst síðar, bestu kveðjur að vestan.
Sóley Vet (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 13:47
Kvitterí kvitt..fyrir lesningu dagsins.
Heiða þú ert snilldar penni.
Helga Salóme (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.