Þá erum við lent og búin að sofa eina nótt hér í Nanortalik. Ferðin gekk vel þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika á flugvellinum. Það hafði víst gleymst að borga flugmiðana okkar en því var reddað í tæka tíð fyrir flug. Grænlenska kommúnan með allt á hreinu..
Flugið tók rétt tæpa 3 tíma og við fengum mjög gott veður og heiðskýrt nánast alla leið. Það var ólýsanlega fallegt að sjá stórbrotið og hrikalegt landslagið, og jökullinn breiðir endalaust úr sér og fjallatopparnir teygðu sig uppúr annað slagið. Svo lækkuðum við flugið ofan í jökulinn og beigðum inn í þröngan og djúpan dal og flugum eftir honum í dágóða stund áður en við komum allt í einu í opið fjarðar mynnið. Þar tók við allt öðruvísi landslag, og sjórinn með ísjökum og bátum út um allt, gróður í hlíðunum hús og folk. Þetta minnti mig á svæðið við flókalund en þó allt öðruvísi. Þarna vorum við lent í Narsassuaq sem er gamall herflugvöllur. Þarna er mikil flugumferð og þyrlur að koma og fara með reglulegu millibili. Við þurftum að bíða í rúma 2 tíma eftir þyrlunni. Sem var að vissu leyti ágætt því Hugi þurfti á því að halda að fá að hreyfa sig og hlaupa um. Þarna er hinn fínasti leikvöllur og mikið um gröfur og skrítna bíla á ferð. Við röltum svolítið um og skoðuðum byggðina og kíktum á gamlar stríðsminjar. Það var svolítið kalt þar sem ísröndin er ekki langt undan og henni fylgir kalt þokiloft. Ísinn hefur ekki verið svo seint á ferð svo elstu menn muna en vonandi hverfur hann fljótt og þá fáum við hlýtt og gott sumar.
Það var frábær upplifun að fara í þyrlu. Mikill hávaði og ótrúlegt að fljúga bara beint upp í loft. Hugi sat sem steinrunninn, annað en í fokkernum frá Íslandi; og starði út um gluggana.. Við horfðum út með tárin í augunum yfir þessu ótrúlega landslagi, djúpir firðir og dalir, og ísjakar eins og skemmtiferðaskip í allar áttir, hreint ógleymanlegt. Við millilentum í Quaqortoq sem er höfuðstaður suður Grænlands. Og flugið þangað tók um 20 mín. Ekki minkaði nú fegurðin þegar þangað var komuð, hamingjan sanna. Húsin í öllum regnbogans litum upp í snarbatta fjallshlíðina. og niður í fjöru þar sem ísjakarnir tóku við. Ótrúlegt!! Svo var haldið áfram til Nanortalik. Flugið þangað tók um 25 min. Auðvitað endurtekur sagan sig, tár í augum yfir fegurðinni og ekki laust við smá spenning og eftirvæntingu að fa að sjá heimabæinn sinn til næstu þriggja ára kannski, og langt og strangt ferðalag og búseta í ferðtöskum að baki. Svo ekki sé talað um að hitta Lútherinn loksins eftir laaaanga fjarveru. Hugi var ofsa glaður þegar hann hitti pabba sinn. Og æstur eftir þyrluflugið og feginn að fá að hreyfa sig og hoppa.
Það kom mér á óvart hvað bærinn er stór og margar götur. Við forum að sjálfsögðu í bíltúr um bæjinn á vinnubílnum hans Lúthers sem er líka notaður sem líkbíll góðann gaginn. Þetta er mjög fallegur og gamall bær og gaman að sjá loksins með eigin augum. Við kíktum á nýja húsið okkar sem við fáum afhent í dag. Það er stórt og fínt og er í nýju hverfi í bæjarjaðrinum. Þarna búa sko hafnarstjórinn, bæjarstjórinn hótelstjórinn og lögreglustjórinn, svo við búum með elítu bæjarfélagssins þarna í Beverly hills. Við enduðum svo daginn í matarboði hjá yfirmanni Lúthers í næstu götu, honum Nonna rass (jóni rassmussen) og konu hans Valborgu sem Hugi kýs að kalla gabaka = skjaldbaka. Það var ósköp notarlegt en enn betra var að komast heim á hotel herbergi þar sem við gístum í nótt og komast í bað og leyfa Huga að setja saman fína Cars þríhjólið sem við keyptum áður en við yfirgáfum landið. Og nú hjólar hann út í eitt
En nú höfum við verk að vinna. Gámurinn er kominn svo best að fara að hreiðra um sig á Grænlandi
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
iss þetta er nú meira ævintýrið... vona að ykkur gangi sem best og að þið standið ykkur vel þarna úti.... maður á eftir að sakna þess að sjá ykkur ekki af og til herna heima á íslandi ;D
Eddi (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:07
Halló. Ég þekki þig ekki neitt - rakst bara á bloggið af tilviljun. Mig langaði nú bara að segja hvað ég samgleðst ykkur!! Frábært að fá svona tækifæri. Mér finnst sjálfri Grænland svo heillandi, fólkið, tungumálið, menningin. Bara allt! :)
Inga Rún Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 16:36
Vá hvað þetta er spennandi hjá ykkur.
Hvað er Lútherinn að arbedje þarna?
Kær kveðja,
Steini, Vala og kidz
Steinn (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:19
Til hamingju með að vera loksins komin á áfangastað elsku vinkona, svaka skemmtileg ferðasaga, ég vildi helst ekki að hún endaði, vonaði alltaf að það væri meira að lesa, bíð spennt eftir næstu færslu. Vona að Lútherinn stjani við þig núna eftir allt puðið.
Njóttu þín í nýja lífinu !
Saknaðarkveðjur frá Íslandinu
Arndís Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 22:46
Elsku Heiða!
Frábært að sjá færslu frá strax á öðrum degi á Grænlandi. Ég tek undir með Addý, vildi helst frá meira að lesa. Þú ert frábær í frásögnum.
Vonandi gengur allt vel hjá ykkur að koma ykkur fyrir og að þið njótið þess nú að vera öll saman.
Bestu kveðjur frá Ísó
Sóley
Ísbjörn, 25.6.2009 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.