Sigling um Grænlensk sund

Ég þurfti að klípa mig öðru hvoru þegar við sigldum í gær. Hér er allt svo óraunverulegt og svo óraunverulega fallegt. Við sigldum á eyjuna Angmalortoq og tók ferðin þangað rétt rúman klukkutíma. Hugi svaf í vagninum og hafði það huggó á meðan við tókum stórsvigið á milli risastórra ísjakanna. Ég verð að viðurkenna að ég var á köflum pínu hrædd. Mér fannst við fara svo hratt og ísinn út um allt, en ekkert var að óttast því þarna var vanur maður á ferð, sjálfur hafnarstjórinn og nágranni okkar.
Ég get auðvitað ekki sagt frá náttúrufegurðinni ógrátandi, þetta var bara fáránlegt. Ísjakar eins og 5 hæða blokkir og jafnvel heilu raðhúsin eða íbúðarhverfi, og hallir eins og í ævintýrunum römmuð inn í háa og gráa fjallgarðana. Sjórinn spegilsléttur eins og í góðu logni á ísafirði og svo hreinn og tær að vel var hægt að sjá niður eftir ísjökunum. Stundum var eins og við værum að sigla norður á strandir en svo komu inn á milli allt allt öðsuvísi fjöll með margs lags berglögum í öllum regnbogans litum. Við forum framjá fjalli þar sem myndast hefur eins og þrjár teskeiðar í bergið og heitir fjallið eftir því. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá yfirgefin hús og kirkju þarna í miðjum óbyggðum. Draugahús sem höfðu verið yfirgefin fyrir tugum ára rétt eins og á íslandi. Ósjálfrátt skimuðum við eftir ísbjörnum en grænlendingurinn og granninn hló bara að okkur. En við sáum þó einn og einn sel bregða fyrir. Og nokkra selveiðimenn, sem jafnvel sofa í litlum kofum í fjöruborðinu á meðan selveiðarnar eru stundaðar.
Þegar við komum í land var aðeins byrjað að rigna. En það var hlýtt þrátt fyrir nálægð íssins. Stefnan var tekin á heitu laugarnar sem eru á þessari eyju. Með í för var Danskur strákur búsettur í Nuuk og er að vinna einhverja rannsóknarvinnu í sambandi við laugarnar. Íris dýfði sér að sjálfsögðu ofaní og Daninn sem við köllum Jesú frá Nuuk skellti sér á brókinni með. Á meðan þau böðuðu sig rölti ég yfir á hinn endann á eyjunni og þar blöstu að sjálfsögðu við stórir ísjakar og há fjöllin á meginlandinu. Þögnin var ólýsanleg og niðurinn í ísjökunum og fossar í fjarlægð spiluðu undir. Ég hélt ég hefði dáið og farið til himna, þetta var svo dásamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísbjörn

Vá, Heiða. Þetta er mögnuð lýsing hjá þér. Ég sé þetta ljóslifandi fyrir mér. Haltu endilega áfram á sömu braut. Hafið þið það sem allra best innan um ísjakana og fallegu fjöllin.

Kv Sóley

Ísbjörn, 1.7.2009 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband