![]() |
Með þrjár í takinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.4.2008 | 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og fram hefur komið, þá er undirrituð ekki sú flinkasta í tölvubransanum enda algjör nýliði í þeim efnum. Loks þegar baráttuni UM tölvuna var lokið, var loks hægt að sitja í rólegheitum við skjáinn, senda póst , sörfa á netinu, blogga eða spjalla á MSN án þess að einkadóttirin stæði yfir manni og andaði ofan í háalsmálið milli þess sem hún ræki á eftir manni.
Nei, nú eigum við heimilistölvan í leynilegu ástarsambandi, og reynum að eyða quality time saman eins oft og við getum. Og þó ég segi sjálf frá hef ég bætt mig allvel í kunnáttunni og óhrædd sest ég og hræri og brasa án þess að óttast að tölvan springi eða ég eiðilleggi hana á einhvern hátt. Nú blogga ég eins brjálæðingur og hingað til ekki þótt það tiltökumál. Þangað til ég ætlaði að fara að færa mig upp á skaftið og setja galvösk, myndband með texta á síðuna mína. Eftir miklar vangaveltur og pælingar taldi ég víst að nú væru mér allir vegir færir og allt klappað og klárt. Allt kom fyrir ekki, þarna var ekkert myndband, bara aumur og tilgangslaus texti... Ekki þótti mér þetta gott fyrir sjálfstraustið og ekki á bætandi eftir MSN hópsamræðurnar sem ég átti við vinkonur mínar tvær í dag. Þær báðar alveg æðislega klárar, búnar að vinna við tölvu síðan löngu fyrir aldamót og hafa örugglega fengið hærra en 3 í vélritun á sínum tíma. En ég lét mig hafa það og reyndi eins og ég gat að halda í við þær, en þegar ég var búin að skrifa það sem ég vildi segja, voru þær farnar að tala um eitthvað allt annað og svarið mitt kom eins og skrattinn úr sauðárkróknum. Ekki bætti úr skák þegar mamma mætti á MSN-ið líka, þá duttu mér nú allar dauðar! Nú varð ég að skíta í lófana og bretta upp handleggina!! Á endanum var ég farin að skrifa eins og unglingur, það ýmist vantaði aftaná eða inn í miðjuna, gegt skettlett , og ég hreinlega hljómaði eins og smáauglýsing í DV.- Þið kom te í dráb á morg. Ég sæk ykk og við plan dan ferð. Fráb. Hven bún vinn? Ok sjást...... Kveðj HeiðaBloggar | 3.4.2008 | 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það þarf ekki að vera fyndið til að vera fyndið...
En þetta fannst honum fyndið.........
Bloggar | 2.4.2008 | 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hann á ekki langt að sækja skóáhugann einkasonurinn kæri, þar sem móðirin á ekki undir 70 pör af skóm og pabbinn og systirin gefa ekkert eftir í þeim efnum. Og á svo skóríku heimili, þarf auðvitað að gera viðeigandi ráðstafanir til að halda utan um skófjölda heimilisfólksins og koma öllu haganlega fyrir í þar tilgerðum skóhillum. Í þessu tilfelli bókahillum, því hvergi má finna svo stóra og rúmgóða skóhillu undir alla dýrðina. Eins og í þjóðfélaginu, finnst stéttaskipting í skó-landi. Vinnu, veiði og fjallaskór ásamt stígvélunum er komið fyrir inn í lokuðum skáp frammi á gangi á meðan götu og strigaskór af ýmsu tagi fá að vera í snyrtilegri röð í ríkis IKEA skóhillum í forstofunni svo auðvelt sé að velja skófatnað eftir veðri, færð og tilefni á fljótlegan máta. Svo er það "fína" skóhillan eða öllu heldur bókahillan, sem fær að geyma skótau af betri sortinni og er staðsett á holinu svo fínu skórnir fái að njóta sín og ekkert skópar verði útundan hvað notkun varðar, svo fá að fljóta með nokkur gömul tísku slys svona upp á grínið. Þannig að allir skór eiga sinn stað og sína "stétt" í öllu skipulaginu.
Nú þegar litli kall er kominn á fullt í göngugrindinni er honum ekkert óviðkomandi og er fína bóka skóhillan engin undantekning. Hann þeysist um á diskó göngugrindinni sinni með blikkandi ljós og sýrenur. Úr fatahenginu í geisladiskahilluna og úr geisladiskahillunni í prentarann og frá prentaranum í skóhilluna. Þar bardúsar hann tímunum saman með sænsku klossana og háu hælana. En mest spennandi eru þó gull glimmer skórnir og velur hann þá vandlega úr öllu skóhafinu, og smakkar og japplar á þeim eins og öllu sem hönd á festir. Og fyrr en varir er drengurinn orðinn eins og glimmer diskókúla á miðjum jólaballa tímanum..
og jóla diskó stemningin heldur áfram....
í gegnum meltingarfærin...
og endar í kúkableiunni!!
Bloggar | 31.3.2008 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Unglingar í dag eru svo frábærir. Ég er svo glöð að eiga einn slíkan, unglingsstúlkuna, og henni fylgja svo margir aðrir unglingar.
Svo heppin er ég, að við mæðgur erum frekar góðar vinkonur og þess vegna fæ ég að kynnast öllum hennar vinum nær og fjær, háum sem lágum, strákum og stelpum. Ég hef tekið eftir því að strákarnir gefa stelpunm ekkert eftir í speglanotkun og spekúlasjónum með útlitið. Þegar ég var unglingur (ekki alls fyrir löngu) mátti halda að strákarnir ættu ekki spegil!! En það er af sem áður var. Ég hélt til dæmis að dóttir mín væri ein um að þjást af TANÓREXÍU, sem lýsir sé þannig að hún fer ekki út úr húsi fyrr en hún hefur makað á sig nokkrum umferðum af brúnkukremi eða brúnkuklút og smá dass af sólarpúðri ofan á það, eftir kúnstarinnar reglum svo hún lítur út eins og sacher terta. Og ekki þykir henni verra ef hún fær leyfi til að fara í ljós öðru hvoru. Öðru nær, strákarnir eru lítið skárri, súkkulaði brúnir og sætir eins og kandís! og klæddir eins og lög gera ráð fyrir, Diesel gallabuxur og hettupeysa er málið, og bannað að fara í úlpu utan yfir. Það er kalt að vera töffari!
Svo er líka eins gott að hafa herdúið í lagi og ekki farið út fyrir hússins dyr fyrr en öll hár liggja á hárréttum stað með þar til gerðum efnum og græjum.
Dagurinn í dag var engin undantekning hvað pæju og gæjamúnderingu varðar. Áður en farið var á setningu skíðaviku var að sjálfsögðu góðum tíma varið fyrir framan spegilinn og öllum brögðum beitt til að útlitið væri í lagi, og svo var þrammað út í rokið...
Eftir smá rölt í bænum með viðkomu í Hamaraborg komu þau í kvöldmat, litlu fiðrildin. Sátu þau við eldhúsborðið, svo brún sæt og sælleg með hárið svo veðurbarið og úfið að þau minntu helst á Tinu Turner á áttunda áratgnum. Þá sagði félaginn, -hey veistu hvað ég var heppinn?
-nei svara ég um hæl.
-Ég fann þúsundkall í Hamraborg.
-Þú heppinn segi ég og brosi.
- Og hvað helduru að hann hafi keypt fyrir peninginn? segir unglingsdóttirin.
-Bland í poka ?? Páskaegg?? spyr ég af kappi....
Í þeim töluðu orðum dregur hann WELLAFLEX hárfroðu upp úr vasanum á hettupeysunni og segir: maður verður að eiga réttu græjurnar............
Bloggar | 19.3.2008 | 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vorið er komið, það leynir sér ekki!
Skvísan fór í hælana í gær og strigaskóna í dag........
Bloggar | 14.3.2008 | 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggar | 14.3.2008 | 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar öllu er á botninn hvolft bý ég enn í dýralífsmynd með sir David, nema nýjar persónur og leikendur og tónlistin er öðruvísi
Bloggar | 13.3.2008 | 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 12.3.2008 | 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 5.3.2008 | 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar