Ég er dagdrykkjukona

Þegar maður er kominn á þann stað í lífinu að allt snýst um kúkableyjur mjaltar tíma og hvað á að vera í matinn, þá gleymir maður stundum að það er til líf fyrir utan þetta allt saman. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, alltaf sama rútínan. Vakna, fara í vinnu með litla guttann í farteskinu, heim í þrif tiltekt og þvottastúss. Baða, skeina, snýta, gefa og svæfa. Allt mjög skemmtilegt, dásamlegt og gefandi og vildi fyrir alla muni ekki vilja skipta um hlutverk við nokkurn mann

 En svo kemur að því að maður tekur upp á því að breyta aðeins út af vananum og fer að hitta fólk, utan heimilisins, barnlaus. Og þá rennur upp fyrir manni ljós..

 .

Það er pínu nauðsynlegt að sleppa takinu, loka hurðinni á eftir sér  og fara út á meðal vina.Að kvöldi til eða um hábjartan dag, skiptir ekki máli.  Þetta hef ég gert í nokkur skipti nú á vormánuðum og finnst það alveg ógeðslega skemmtilegt! Alls kyns hittingar svo sem afmæli, framkvæmdakonu hittingur, skáldaskála hittingur  eða bara venjulegur vinkonu hittingur.

  

Ekki alls fyrir löngu hitti ég tvær af mínum betri vinkonum um hábjartan dag á veitingastað út í bæ og stefnan tekin á hvítvínsglas og huggulegheit með smá dass af kjaftasögum og öp-deiti á karla málum vinkvennanna. Svo mikið hafði á daga þeirra (eða nætur) þeirra drifið að ekki dugði minna en tvö hvítvínsglös með frásögnunum. Enda “nóttin” ung, rétt að bresta á með kvöldmat. Þarna sátum við og veltumst um af hlátri  og flissuðum eins og unglingsstúlkur þar til Drápuhlíðardrottningunni þótti tímabært að hysja sig heim á leið og taka þátt í heimilislífinu. Og endaði þessi frábæra samverustund með flissi og göngutúr í hlíðarnar, rétt mátulega í kvöldmatar stúss og mjaltir hjá drottningunni. Hæst ánægð og glöð í bragði hellti hún sér dillandi í kvöldverkin á meðan hvítvínið hvarf hægt  og rólega úr kroppnum og vinkonurnar hurfu út í nóttina.

   Í gær var “uppskeruhátíð” í skáldaskálanum. Hittumst við eins og vanalega kl 18. En í þetta skiptið fámennt en góðmennt og skáluðum við í rauðvíni og snöruðum niður nokkrum ost sneiðum í tilefni dagsins og gleymdum okkur yfir guðaveigum og skemmtisögum. Fyrr en varði var klukkan farin að ganga 12 og enginn á heimilinu búinn að hringja. Greinilega allt með kyrrum kjörum á þeim bænum og ekki þörf á mínu handbragði við skeiningar og  snýtingar það kvöldið. Kyrr kjör eru góð kjör segi ég nú bara! Þegar heim var komið var allt í rólegheitum, einkasonurinn búinn að borða og drekka, kominn í náttfötin, og búinn að sofa í nokkra tíma. Allt var í lagi. Bleyjan sneri rétt, hann fékk hollan og góðan mat, var í mátulegum náttfötum og sneri meira að segja rétt í rúminu. Allt gekk þetta upp þó ég kæmi hvergi nærri...  Ég er kannski ekki alveg ómissandi.... hmmm..  Woundering 

Úr því svo er.. get ég alveg haldið áfram að vera svona “dagdrykkju kona” Það nægir mér alveg og er bara ansi skemmtilegt og hentugt...

 Nú þegar búið er að mála garðbekkinn og borðið, búið að planta myntulaufinu í kryddjurta beðið, sumarið rétt handan við hornið og ekkert eftir nema að setja hitarann upp er mér ekkert að vanbúnaði. Ég ætla að stofna samtök áhugafólks um áfengi og boða í hitting á svölunum eins oft og ég vil.... Allir velkomnir 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með að Danmerkurfarar hittist á svölinni hjá þér fljótlega. En þangað til ætla ég að bregða mér til London og sækja sól til að hafa með á svölina þína :) Það er víst aaaðeins meira af henni þar þessa dagana en hér.

Hilsen

Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ja hérna, þetta kemur mér nú ekkert á óvart með þig og þinn drykkfeld, á daginn eða kvöldin, en þú veist að gardínubyttan kemur ekki út á svalir til að fá sér sjúss, ég templarinn , drekk bara þegar þú sérð ekki til eða alls ekki neitt.  En ég get komið á svalirnar því ég er svo svöl . Um að gera að njóta lífsins og fá sér það sem manni langar í.

Einmitt þessi gír með okkur mæðurnar, við þurfum að sleppa takinu á ungunum fyrr en varir. Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.

Arndís Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 11:29

3 identicon

Ég held að þessi templaragardínufelubyllifytta hérna fyrir ofan ætti nú að drífa sig í að kaupa þessar hringsnúrur (eða snúrustaurinn) sem fyrst svo að hægt verði að skella henni á snúruna . Ég held að þetta sé orðið alvarlegt hjá henni, ég varð nú allavega vitni að drykkjunni hjá "templaranum" þarna í Köben. Tópaz, Ópal, Gajol hvað!!!!! Þar hurfu hver flaskan á fætur annarri þarna um kvöldið . Juminn.

Hilsen

Dísa

Dísa (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Satt segið þið svölu píur. Dísa þú mætir með londonska sól og Addý mín ég er nú ekki lengi að snara upp gardínum á svalirnar svo þú getir skálað með okkur húsmæðrum og eldhúsmellum. Hittumst sem allra fyrst.

kveðja

Blomsterpigen

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 9.5.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Ha ha ha ha ha ha... á snúruna með mig,  þetta var svo mátulegt á mig. Þetta er auðvitað fyrir mig þessi snúrustaur og allar gardínurnar mínar, það verður nú að vera hægt að þurrka mann upp öðru hvoru og það er vel hægt hér po skagen, maður verður orðin vel sandblásin eða moldarblásin í nýja hverfinu, þá fyrst nær maður einhverjum lit og verður brúnn, ef ekki svartur, og þurr þar að auki. Er ekki lífið dásamlegt ?

Vitni hvað?, er ekki þagnarskylda hjá okkur Zíamz?  Ég skil ekkert í þessu, Tópas, Ópal Gajol ????  Ertu að meina lyfin við svefnleysinu mínu jaaaá.

Ég mæti á svalirnar með bjór (með matarlit út í eins og hérna í den) byttan alltaf að fela allt .

A

Arndís Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Ti eruð nú meiri bytturnar. Hjá mér eru hvorki svalir né gardínur svo ég verð víst að halda mér bara þurri. Það gustar reyndar oft hressilega þarna uppi á heiðinni svo ég helst ágætlega þurr svona ef ég rek út nefið. 

Svo er maðurinn minn soddan drykkjumaður að það endist ekki lengi áfengið sem er keypt inn. 

Stuðkveðjur á svalirnar.

Þ 

Þórdís Einarsdóttir, 14.5.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Heiðrún Björk Jóhannsdóttir

Þú verður bara að kíkja á svalirnar í hlíðunum einhvern daginn...

Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband