Það var aldrei meiningin að nota þessa bloggsíðu til annars en að skrifa skemmtilegar litlar sögur úr okkar daglega lífi en ekki að hýsa mínar pólitísku skoðanir, eins ó-pólitísk ég er. En nú er mér nóg boðið!
Þannig er að unglingsstúlkan mín sótti um í unglingavinnunni á Ísafirði og bjuggumst við við að þar fengi hún vinnu eins og síðasta sumar.
Þegar móðir mín trítlaði á bæjarskrifstofuna með umsóknina hitti hún bæjarstjórann á förnum vegi og spurði hann hvort fengju ekki allir unglingar vinnu?? Jú að sjálfsögðu var svarið, og nefndi hún dóttur mína sérstaklega vegna þess, eins og þið vitið, búum við ekki lengur á Ísafirði. Jú jú, ég veit allt um hennar hagi, auðvitað fær hún vinnu.
Í þau fimm ár sem við höfum verið búsettar í Reykjavík hefur stelpan farið með fyrstu vél vestur, í öllum fríum og dvalið þar hjá ömmu sinni og afa og nú síðustu ár hjá ömmu sinni og verið henni félagsskapur, stoð og stytta. Helst af öllu vill hún búa þarna og vera öllum stundum og talar um að fara vestur strax eftir grunnskóla og fara svo í menntaskólann á ísafirði um haustið. Ég skil hana vel vegna þess að ég veit hvað það er gott og gaman að vera unglingur á ísafirði og ég tel það forréttindi að fá að hafa alist þar upp. Og þetta vil ég alls ekki taka af henni og hef þess vegna með glöðu geði, leyft henni að fara vestur eins oft og kostur er og styð hana í því sem hún vill gera.
Umsóknin var varla lent á skrifborði skóla og fjölskylduskrifstofu þegar hringt var til móður minnar og henni tilkynnt að það væri ekki til siðs að ráða börn sem ekki hafa lögheimili í bæjarfélaginu.
Gott og vel, en við höfum nú þegar fordæmi fyrir því að svo er ekki, stelpan var að vinna í unglingavinnunni síðasta sumar og ekki vitum við til þess að það hafi skapað nein vandræði eða leiðindi. Og það sem meira er við vitum um eina ágæta stúlku sem hefur þegar fengið vinnu í unglingavinnunni og er ekki búsett á ísafirði, né foreldrar hennar. Er ég mjög ánægð fyrir hennar hönd og vona ég að þessi skrif mín skaði hana og hennar fjölskyldu á nokkurn hátt ekki neitt.
.
En það sem pirrar mig mest og ég er reiðust yfir er það að ég og maðurinn minn eigum bæði eignir í Ísafjarðarbæ, ég 50% hlut í blómabúðinni og hann íbúð í miðbænum og borgum þar af leiðandi skatta og gjöld til bæjarfélagsins sem dekka klárlega þau lágu laun sem einn unglingur fær í laun yfir sumartímann. Mér er skapi næst að loka búllunni og flytja hana til reykjavíkur og reka hana þar, verst þykir mér að helv.. íbúðin er svo pikkföst að ekki er nokkur leið að flytja hana!
En burtséð frá þessu öllu saman er mér spurn, er það stefna bæjaryfirvalda að sjá til þess að unglingar, sem vilja sækja sitt bæjarfélag heim og stefna á nám þar í framtíðinni, fái ekki vinnu og þar afleiðandi missa tengsl og áhuga á að koma aftur heim?
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ Heiða mín
Mikið skil ég reiði þína, eiga ekki allir að sitja við sama borð? ekki fékk minn drengur vinnu þarna þó svo að faðir hans byggi á Ísafirði og ætti sitt lögheimili þar. skrítið ekki satt!!!
Kveðja
Inga Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:18
Mér finnst þetta nú einkennilegt, af hverju sumir en ekki aðrir? Hefurðu prufað að tala við Ásthildi, hún gæti kannski aumkað sig yfir stúlkukindina og tekið hana í vinnu.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 28.5.2008 kl. 22:15
Hæ Heiða mín,mikið skil ég þig vel,en dóttir mín hefur fengið að gera alveg það sama og dóttir þín og hún hefur alltaf fengið vinnu í unglingavinnunni,en núna er hún að vinna í bónus,hafa þeir breytt þessu nýverið eða hvað og hvers vegna ???? Hún vann eitthvað í unglingavinnunni í fyrrasumar líka,en ég stið þig í þessu og prófaðu að hringja sjálf í bæjarstjórann,það gerir stundum gagn,kv. Dóra M. knússss.....
Dóra Maggý, 28.5.2008 kl. 22:56
Hæ Heiða.Þú ert með hann Ingaþór þarna fyrir vestan. Hann reddar þessu. Þetta hlýtur að vera eitthver misskilningur hjá þessu liði. Kv R
Robert Hall (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.