Glimmerkrepputíð

Langt síðan ég hef bloggað. En nóg um það..........  Mér finnst eins og ég hafa bara deplað auga og jólin koma aftur æðandi að eins og óð fluga. Ég er ekki fyrr búin að hreinsa glimmerið úr rúminu mínu, baðflísunum og hársverðinum þegar þetta er byrjað aftur.

 Þó það sé enn bara október þá eru jólin að læðast inn í blómaval og ég er byrjuð að undirbúa jólagluggana. Ég held ég hafi varla tekið upp einn einasta hlut úr kössunum í ár nema að það sé út atað í glimmer. Glimmer í öllum regnbogans jólalitum og við vitum öll hvar það mun allt saman enda. Í rúminu mínu, hárinu, gólfinu, börnunum mínum og manninum mínum. Þegar ég hátta mig á kvöldin tel ég auðvitað að ég sé búin að dusta af mér öll herlegheitin, en það er rangur misskilningur. Ég dett inn í einhvern ævintýra heim þar sem glimmer þyrlast upp í hvert sinn er ég tíni af mér einhverja spjör. Bolurinn: hviss... buxurnar: hviss... sokkarnir: hviss................  hip hip hip barbabrella. 

Ég ætti kannski að fá mér aukavinnu á súlustað, það hæfir kannski betur útganginum á mér þessa dagana. Og þá nær maður kannski endum saman í glimmer og krepputíð.....  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arndís Baldursdóttir

Maður lifandi hvað ég er fegin að sjá þig hér í bloggheimum aftur, ég hef saknað skrifanna þinna og þín.

Disco frisco já glimmer, það minnir á jólin, og töfraglimmerveröldin þín nær yfirhöndinni yfir kreppunni.  Ég hef nú reynt að forðast glimmer í gegnum tíðina inn á mitt heimili, en þú ert náttúrulega atvinnuglimmer gella og getur ekki takmarkað þetta. En jólin eru framundan og við eigum að taka þeim með hlýju í hjarta og skera niður allt þetta óþarfa bruðl og þá hluti sem eru gervi-þarfir, þeir eru sko margir þegar að er gáð. Kerti og spil á hvert heimili þessi jólin.

Þessi færsla minnti mig á eitthvað ævintýri, þú ert svo ævintýraleg og frábær.

Sjáumst vonandi fljótlega

Arndís Baldursdóttir, 22.10.2008 kl. 09:24

2 Smámynd: Þórdís Einarsdóttir

Geturðu ekki safnað þessu saman í bauk og selt?

Þ

Þórdís Einarsdóttir, 22.10.2008 kl. 11:15

3 Smámynd: Ísbjörn

Vá hvað ég er glöð að sjá loksins eitthvað frá þér. Það er svo gaman að lesa það sem þú skrifar. Þú hefur nú löngum verið mikil gella en hvort þú ert glimmergella er svo annað mál. En mér sýnist þú ekki hafa neitt val núna.

Hlakka til að lesa meira frá þér

Kv Sóley Vet

Ísbjörn, 24.10.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband