Það hafa mörg vötn runnið til sjávar síðan síðast. Og ótrúlega margt skemmtilegt gerst og ekki minna um að vera framundan. Einkasonurinn að verða 17 mánaða. Hárprúður og vel tenntur með afbrigðum. Hleypur um brosandi og hlæjandi með ljósu lokkana og stóru brúnu augun sín og dansar eins og dillandi jólasveinn með mjaðmahnykki eins og Elvis Presley. Heimtar mússikk í tíma og ótíma, talar og leikur listir sínar eins og apaköttur í fjölleikahúsi. Hér á bæ eru tekin bakföll af hlátri á hverjum degi yfir uppátækjum sonarins og linnir ekki látum.
Unglingsstúlkan og litla ljóskan mín orðin 16. Já, segi ég og skrifa, 16!! Farin að læra á bíl og komin í bullandi bisniss með hárspangir og hannyrðir. Ætlar að þenja raddböndin í söngleik í skólanum enda syngur hún eins og engill. Duglega stelpan.
.Elskhuginn, einnig vel tenntur og hárprúður, missir vinnuna sína um næstkomandi mánaðamót. Einn af nokkur hundruð manna og kvenna úr byggingabransanum, svo ekki er um auðugan garð að grisja í atvinnumálum hér á landi. Hann sótti um starf byggingafulltrúa vesturbyggðar á Patreksfirði og lagðist það vel í fjölskylduna og var húsmóðirin búin að mála ofsa rómantískt og fallegt málverk í huganum, af búsetu vestur á fjörðum þar sem sólin skein á sveitabæinn, geitur jarmandi í haga og hænur á vappi í túnfætinum með einkasoninn á hælunum. En allt kom fyrir ekki og annar var ráðinn í starfið. Eyddum við eins og hálfri kvöldstund með skeifu, hökuna ofan í bringu og krosslagðar hendur og svekktum okkur á því. En áttuðum okkur fljótt að annað og stærra tækifæri biði handan við hornið. Áfram hélt hann að sækja um störf vítt og breitt um heiminn. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og sótti meðal annars um starf á landinu græna, GRÆNLANDI. Og nú, gott fólk, nær og fjær. Við förum ekki mjög langt út fyrir rammann á fína málverkinu. Við erum á leið til Grænlands. Aðeins 200 sjómílum lengra en Patreksfjörður.
..nánar síðar..
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Aðeins" 200 sjómílum jáh! AÐEINS??
Spennt að heyra meira.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 22:09
Vinstri Grænir hvað? Allt er vænt sem vel er grænt.
Arndís Baldursdóttir, 4.2.2009 kl. 23:23
Ja há. Er eitthvað til rómantískara en stillan í vetrarkvöldum á Grænlandi? (er ekki annars álíka logn þar og hér?)
Verður spennandi að fylgjast með. Hvenær er áætluð brottför?
Kv Sóley V.
Ísbjörn, 6.2.2009 kl. 09:26
Jeminn, við verðum að fara að spara til að komast í Hannó West á Grænlandi..... það er nú ekkert svo agalega langt að fljúga þangað, við mætum :)
Hilsen
Dísa
Dizzy (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 19:11
Dísa mín notaðu gjafabréfin þín bara til Grænlands. Og höldum Hannó West á suður Grænlandi....
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 7.2.2009 kl. 23:28
Ef ég gæti það nú, það væri sko ekki slæmt . En Iceland Express flýgur víst ekki til Grænlands .
Dizzy (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.