Við höfum að sjálfsögðu reynt að hafa hlutina sem heimilislegasta og kostur er. Með því að skýra hina ýmsu bæjarhluta eftir hverfum og götum heima á íslandi eða öðrum þekktum nöfnum. Hér má finna Fellin, Neðsta og Ægissíðuna sem málararnir búa við og svona má lengi telja. Reyndar er ein gata hér í hverfinu sem heitir Ísafjarðardjúp og óþarfi að skýra það upp á nýtt. Síðast en ekki síst má finna Arnarnesið þar sem ég bý, fína hverfið, þar sem hafnarstjórinn, lögreglustjórinn, lögreglumaðurinn, bæjartæknifræðingurinn (Lúther) og íþróttaálfurinn búa. En þar sem hverfið er staðsett upp á hæð, undir lítilli fjallshlíð og hefur ekki götunöfn, eldur númer kýs ég að kalla það Hollywood Hills. Og hvað er betra en að vera húsmóðir í Hollywood Hills.
Bloggar | 7.7.2009 | 03:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þurfti að klípa mig öðru hvoru þegar við sigldum í gær. Hér er allt svo óraunverulegt og svo óraunverulega fallegt. Við sigldum á eyjuna Angmalortoq og tók ferðin þangað rétt rúman klukkutíma. Hugi svaf í vagninum og hafði það huggó á meðan við tókum stórsvigið á milli risastórra ísjakanna. Ég verð að viðurkenna að ég var á köflum pínu hrædd. Mér fannst við fara svo hratt og ísinn út um allt, en ekkert var að óttast því þarna var vanur maður á ferð, sjálfur hafnarstjórinn og nágranni okkar.
Ég get auðvitað ekki sagt frá náttúrufegurðinni ógrátandi, þetta var bara fáránlegt. Ísjakar eins og 5 hæða blokkir og jafnvel heilu raðhúsin eða íbúðarhverfi, og hallir eins og í ævintýrunum römmuð inn í háa og gráa fjallgarðana. Sjórinn spegilsléttur eins og í góðu logni á ísafirði og svo hreinn og tær að vel var hægt að sjá niður eftir ísjökunum. Stundum var eins og við værum að sigla norður á strandir en svo komu inn á milli allt allt öðsuvísi fjöll með margs lags berglögum í öllum regnbogans litum. Við forum framjá fjalli þar sem myndast hefur eins og þrjár teskeiðar í bergið og heitir fjallið eftir því. Mér fannst líka ótrúlegt að sjá yfirgefin hús og kirkju þarna í miðjum óbyggðum. Draugahús sem höfðu verið yfirgefin fyrir tugum ára rétt eins og á íslandi. Ósjálfrátt skimuðum við eftir ísbjörnum en grænlendingurinn og granninn hló bara að okkur. En við sáum þó einn og einn sel bregða fyrir. Og nokkra selveiðimenn, sem jafnvel sofa í litlum kofum í fjöruborðinu á meðan selveiðarnar eru stundaðar.
Þegar við komum í land var aðeins byrjað að rigna. En það var hlýtt þrátt fyrir nálægð íssins. Stefnan var tekin á heitu laugarnar sem eru á þessari eyju. Með í för var Danskur strákur búsettur í Nuuk og er að vinna einhverja rannsóknarvinnu í sambandi við laugarnar. Íris dýfði sér að sjálfsögðu ofaní og Daninn sem við köllum Jesú frá Nuuk skellti sér á brókinni með. Á meðan þau böðuðu sig rölti ég yfir á hinn endann á eyjunni og þar blöstu að sjálfsögðu við stórir ísjakar og há fjöllin á meginlandinu. Þögnin var ólýsanleg og niðurinn í ísjökunum og fossar í fjarlægð spiluðu undir. Ég hélt ég hefði dáið og farið til himna, þetta var svo dásamlegt.
Bloggar | 27.6.2009 | 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá erum við lent og búin að sofa eina nótt hér í Nanortalik. Ferðin gekk vel þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika á flugvellinum. Það hafði víst gleymst að borga flugmiðana okkar en því var reddað í tæka tíð fyrir flug. Grænlenska kommúnan með allt á hreinu..
Flugið tók rétt tæpa 3 tíma og við fengum mjög gott veður og heiðskýrt nánast alla leið. Það var ólýsanlega fallegt að sjá stórbrotið og hrikalegt landslagið, og jökullinn breiðir endalaust úr sér og fjallatopparnir teygðu sig uppúr annað slagið. Svo lækkuðum við flugið ofan í jökulinn og beigðum inn í þröngan og djúpan dal og flugum eftir honum í dágóða stund áður en við komum allt í einu í opið fjarðar mynnið. Þar tók við allt öðruvísi landslag, og sjórinn með ísjökum og bátum út um allt, gróður í hlíðunum hús og folk. Þetta minnti mig á svæðið við flókalund en þó allt öðruvísi. Þarna vorum við lent í Narsassuaq sem er gamall herflugvöllur. Þarna er mikil flugumferð og þyrlur að koma og fara með reglulegu millibili. Við þurftum að bíða í rúma 2 tíma eftir þyrlunni. Sem var að vissu leyti ágætt því Hugi þurfti á því að halda að fá að hreyfa sig og hlaupa um. Þarna er hinn fínasti leikvöllur og mikið um gröfur og skrítna bíla á ferð. Við röltum svolítið um og skoðuðum byggðina og kíktum á gamlar stríðsminjar. Það var svolítið kalt þar sem ísröndin er ekki langt undan og henni fylgir kalt þokiloft. Ísinn hefur ekki verið svo seint á ferð svo elstu menn muna en vonandi hverfur hann fljótt og þá fáum við hlýtt og gott sumar.
Það var frábær upplifun að fara í þyrlu. Mikill hávaði og ótrúlegt að fljúga bara beint upp í loft. Hugi sat sem steinrunninn, annað en í fokkernum frá Íslandi; og starði út um gluggana.. Við horfðum út með tárin í augunum yfir þessu ótrúlega landslagi, djúpir firðir og dalir, og ísjakar eins og skemmtiferðaskip í allar áttir, hreint ógleymanlegt. Við millilentum í Quaqortoq sem er höfuðstaður suður Grænlands. Og flugið þangað tók um 20 mín. Ekki minkaði nú fegurðin þegar þangað var komuð, hamingjan sanna. Húsin í öllum regnbogans litum upp í snarbatta fjallshlíðina. og niður í fjöru þar sem ísjakarnir tóku við. Ótrúlegt!! Svo var haldið áfram til Nanortalik. Flugið þangað tók um 25 min. Auðvitað endurtekur sagan sig, tár í augum yfir fegurðinni og ekki laust við smá spenning og eftirvæntingu að fa að sjá heimabæinn sinn til næstu þriggja ára kannski, og langt og strangt ferðalag og búseta í ferðtöskum að baki. Svo ekki sé talað um að hitta Lútherinn loksins eftir laaaanga fjarveru. Hugi var ofsa glaður þegar hann hitti pabba sinn. Og æstur eftir þyrluflugið og feginn að fá að hreyfa sig og hoppa.
Það kom mér á óvart hvað bærinn er stór og margar götur. Við forum að sjálfsögðu í bíltúr um bæjinn á vinnubílnum hans Lúthers sem er líka notaður sem líkbíll góðann gaginn. Þetta er mjög fallegur og gamall bær og gaman að sjá loksins með eigin augum. Við kíktum á nýja húsið okkar sem við fáum afhent í dag. Það er stórt og fínt og er í nýju hverfi í bæjarjaðrinum. Þarna búa sko hafnarstjórinn, bæjarstjórinn hótelstjórinn og lögreglustjórinn, svo við búum með elítu bæjarfélagssins þarna í Beverly hills. Við enduðum svo daginn í matarboði hjá yfirmanni Lúthers í næstu götu, honum Nonna rass (jóni rassmussen) og konu hans Valborgu sem Hugi kýs að kalla gabaka = skjaldbaka. Það var ósköp notarlegt en enn betra var að komast heim á hotel herbergi þar sem við gístum í nótt og komast í bað og leyfa Huga að setja saman fína Cars þríhjólið sem við keyptum áður en við yfirgáfum landið. Og nú hjólar hann út í eitt
En nú höfum við verk að vinna. Gámurinn er kominn svo best að fara að hreiðra um sig á Grænlandi
Bloggar | 24.6.2009 | 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lúther, Tobbi, Örn og Hemmi...? Sandra, Tobba, Tinna ,Dísa....?
Maður spyr sig ;)
Bloggar | 21.4.2009 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...
Bloggar | 17.3.2009 | 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | 15.3.2009 | 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Má til með að deila þesu með ykkur....
Ég hlæ í hvert skipti sem ég horfi á þetta
Bloggar | 29.1.2009 | 19:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hafa mörg vötn runnið til sjávar síðan síðast. Og ótrúlega margt skemmtilegt gerst og ekki minna um að vera framundan. Einkasonurinn að verða 17 mánaða. Hárprúður og vel tenntur með afbrigðum. Hleypur um brosandi og hlæjandi með ljósu lokkana og stóru brúnu augun sín og dansar eins og dillandi jólasveinn með mjaðmahnykki eins og Elvis Presley. Heimtar mússikk í tíma og ótíma, talar og leikur listir sínar eins og apaköttur í fjölleikahúsi. Hér á bæ eru tekin bakföll af hlátri á hverjum degi yfir uppátækjum sonarins og linnir ekki látum.
Unglingsstúlkan og litla ljóskan mín orðin 16. Já, segi ég og skrifa, 16!! Farin að læra á bíl og komin í bullandi bisniss með hárspangir og hannyrðir. Ætlar að þenja raddböndin í söngleik í skólanum enda syngur hún eins og engill. Duglega stelpan.
.Elskhuginn, einnig vel tenntur og hárprúður, missir vinnuna sína um næstkomandi mánaðamót. Einn af nokkur hundruð manna og kvenna úr byggingabransanum, svo ekki er um auðugan garð að grisja í atvinnumálum hér á landi. Hann sótti um starf byggingafulltrúa vesturbyggðar á Patreksfirði og lagðist það vel í fjölskylduna og var húsmóðirin búin að mála ofsa rómantískt og fallegt málverk í huganum, af búsetu vestur á fjörðum þar sem sólin skein á sveitabæinn, geitur jarmandi í haga og hænur á vappi í túnfætinum með einkasoninn á hælunum. En allt kom fyrir ekki og annar var ráðinn í starfið. Eyddum við eins og hálfri kvöldstund með skeifu, hökuna ofan í bringu og krosslagðar hendur og svekktum okkur á því. En áttuðum okkur fljótt að annað og stærra tækifæri biði handan við hornið. Áfram hélt hann að sækja um störf vítt og breitt um heiminn. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og sótti meðal annars um starf á landinu græna, GRÆNLANDI. Og nú, gott fólk, nær og fjær. Við förum ekki mjög langt út fyrir rammann á fína málverkinu. Við erum á leið til Grænlands. Aðeins 200 sjómílum lengra en Patreksfjörður.
..nánar síðar..
Bloggar | 29.1.2009 | 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þó það sé enn bara október þá eru jólin að læðast inn í blómaval og ég er byrjuð að undirbúa jólagluggana. Ég held ég hafi varla tekið upp einn einasta hlut úr kössunum í ár nema að það sé út atað í glimmer. Glimmer í öllum regnbogans jólalitum og við vitum öll hvar það mun allt saman enda. Í rúminu mínu, hárinu, gólfinu, börnunum mínum og manninum mínum. Þegar ég hátta mig á kvöldin tel ég auðvitað að ég sé búin að dusta af mér öll herlegheitin, en það er rangur misskilningur. Ég dett inn í einhvern ævintýra heim þar sem glimmer þyrlast upp í hvert sinn er ég tíni af mér einhverja spjör. Bolurinn: hviss... buxurnar: hviss... sokkarnir: hviss................ hip hip hip barbabrella.
Ég ætti kannski að fá mér aukavinnu á súlustað, það hæfir kannski betur útganginum á mér þessa dagana. Og þá nær maður kannski endum saman í glimmer og krepputíð.....Bloggar | 21.10.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jebb til hamingju lilli bró með árin 30 og til hamingju með litlu sætu krúsídúllu. Þú ert alveg að ná mér í aldri og barnafjöld.
...Og til hamingju ég, með að ruslast loks til að setja inn eins og eina færslu... Ef færslu skyldi kalla..
Gengdarlaus leti.. ....svei.
Bloggar | 18.7.2008 | 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar