Eitthvað annað en þetta barnamauk og lífrænar kartöflur sem endalaust er verið að næra mann á!!
Namm namm!
Þetta þykir honum gott. Dauðfeginn að fá að smakka eitthvað nýtt, nú fær hann sér brauð með kæfu, kjúkling og ýmislegt annað sem fullorðnir fá sér að borða. En best og mest spennandi þykir honum sheriosið.
Ég var síst að skilja af hverju það var sherios hér um öll gólf, hvar sem ég steig var sherios . Inní eldhúsi, stofu, herbergi og meira að segja inná baði. Og hann sem fær bara að borða það inn í eldhúsi við eldhúsborðið.
En svo rann það upp fyrir mér. Þegar ég tók hann upp úr stólnum sínum sá ég að hann var með hring í sitt hvorum lófanum, inn í erminni, ofan í buxnastrengnum og uppábrotinu á buxunum. Vel falið til mögru áranna. Allir felustaðirnir og öll trikkin í bókinni notuð.
Svo þegar hann var lagstur á brjóstið til að fá sér ljúffengan desert fann ég einn, vel falinn, blautann og klístraðan, á bak við eyrað............................
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Nanortalik -Grænland blogg frá grænlandi
- Árgangur 1972 Skemmtilegur árgangur
- Fréttir úr Fjarðarstræti Hér fáum við að vita hvað litla og stóa eru að bralla
- Áslaug Inga Barðadóttir skartgripir
- ljósmyndir flinkur og sætur ljósmyndari
Veðrið í Nanortalik grænland
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha..... ohhh... þetta er svooo dúllulegt,þau eru æði á þessum tímapúnkti og svo koma aðrir tímapúnktar sem eru auðvitað líka skemmtilegir,þess vegna á ég fjögur börn..þetta er bæði mikil vinna og rosalega skemmtilegt en ég vona að þú farir nú að skrá þig á mótið,langar að hitta þig líka....knússs... Dóra M.
Dóra Maggý, 2.5.2008 kl. 23:43
Dásamleg skrif hjá þér Heiða mín, þú ert snillingur. Með kveðju frá Skagaliðinu
Arndís Baldursdóttir, 3.5.2008 kl. 23:42
Takk fyrir það Addy mín, gott að heyra og hvetjandi vonandi færðu einhverntíma að lesa bókina...
Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:56
Þau eru svo sæt með hringina út um allt andlit og finna ekki neitt.
ÞE
Þórdís Einarsdóttir, 5.5.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.